Færsluflokkur: Bloggar
9.2.2011 | 10:44
Flott barnaföt
Mæli með þessari síðu fyrir alla Dani og Svía. Frábær barnaföt
Flott föt, flott verð og flott framtak að bjóða íslensk barnaföt þarna úti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2010 | 11:54
Að missa sig yfir valdasýki
Eitthvað hefur hún Álfheiður misskilið starfslýsingu sínu. Það er ekki "EINVALDUR ALLRA HEILBRIGÐISMÁLA" heldur starfsmaður íslenskra þegna sem á að framfylgja lögum og reglum.
Hún hefur sýnt það í þessu máli (og öðrum) að hún er að missa sig af valdasýki og hefur lítinn áhuga á "litla fólkinu" s.s. unglæknum eða sjúkraliðum og núna missir hún sig yfir starfsmanni sem taldi sig vera fylgja réttum boðleiðum (og allt lítur út fyrir að hann gerði það) en hún er ósátt og vill áminna mann fyrir að vinna vinnuna sína vel og ekki eftir hennar einkasmekk.
Þetta væri fyndið ef að þetta væri ekki svona sorglegt að óhæfir ráðherrar nái að halda völdum.
Þessi ríkisstjórn þarf að fara og ekki seinna en núna! Ríkisstjórn sem tefli fram manneskjum eins og Álfheiði og Svandísi Svavars (svo ekki sé minnst á Jóhönnu Sigurðardóttir sem forsætisráðherra) er algerlega vanhæf og það er sorglegt að stjórnarflokkarnir hafi ekki hæfari manneskjur innan sinna vébanda.
Vanhæf ríkisstjórn, nýja ríkisstjórn!
Bréf byggt á misskilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.1.2010 | 10:38
Stjórnin stjórnar með hótunum og afarkostum!
Af hverju telur stjórnin svona mikilvægt að stilla Icesave upp sem "samþykkið eða við förum"? Jóhanna er búin að hóta þessu svo lengi að ég hélt að þessi stjórn væri löngu farin ef að þau ætluðu að standa við þetta.
Mér þykir þetta bara lélegir stjórnunarhættir að setja svona mál upp sem afarkosti og hótanir. Þau hótuðu Ögmundi og Lilju Móses að þau myndu sprengja stjórnina ef að þau fylgdu ekki en það hefur ekki gengið eftir.
Hverju ætla þau að hóta næst?
Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.12.2009 | 10:46
Er ekki allt í lagi?
Það er eitthvað mikið að (eða að vera að fela eitthvað mikið) þegar forrystumaður samningsnefndar ICESAVE neitar að koma fyrir fjárlaganefnd daginn sem á að greiða atkvæði um ICESAVE og skuldbindingu Íslands á þessum hrikalega samningi!
Þarna er bara verið að vísvitandi blekkja alþingi á algerri örlagastundu. Það á að skikka manninn til að mæta eða fresta atkvæðagreiðslunni!
En því miður mun það ekki gerast. Vinstri stjórnin á eftir að lemja þetta mál í gegn og lemja menn til hlýðni í þessu máli!
Þetta er nú ljóta málið og framganga stjórnvalda í þessu máli hefur verið þeim og íslendingum til skammar. Núna ná þeir að trompa þetta með því að fela gögn og neita að tala við fjárlaganefnd.
Vanhæf ríkisstjórn!!
Svavar neitaði að mæta á fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.11.2009 | 11:58
Stór hluti af lítilli köku er ekki betri en lítill hluti af stórri köku
Hvenær ætla þessir skattglöðu vinstrimenn að átta sig á því að með því að hækka álögur þá minnka þeir neysluna og þá minnkar skattstofninn. Hækkunin í fyrra átti að skila nokkrum milljörðum inní kassann en neyslan dróst það mikið saman að áfengisgjöld ríkisins hafa í raun dregist saman, ekki aukist.
Þannig að þeim tókst í einu höggi að hækka verðbólguna, lækka tekjur hjá sjálfum sér og minnka neyslu íslendinga á áfengi sem keypt er löglega og ýta undir framleiðslu landa, heimabruggs og fíkniefnaneyslu. Þetta er alveg ótrúlegur árangur!
Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2009 | 15:18
Sparnaðarráð fyrir íslensku þjóðina: Leggið niður Forsetaembættið
Núna er kominn tími fyrir íslensku þjóðina að fara að huga að sparnaði í stjórnsýslunni og það er úr nægu að ráða og margt smátt sem má fara að skera niður. Auðvitað þarf að huga að því að skera niður sem minnst í helstu velferðarhlutunum svo sem heilbrigðiskerfi og menntamálum en það þarf samt að skera niður og því þarf að fara að taka erfiðar ákvarðanir.
Ein góð leið til að spara pening er að leggja niður forsetaembættið sem hefur verið ekkert annað en klappstýrustarf fyrir útrásarvíkinga síðasta árið. Forsetinn er nær eingöngu heiðursembætti en kostar íslensku þjóðina miklar fjárhæðir á hverju ári.
Í fyrsta lagi er forsetinn sá eini sem má hafa hærri laun en forsætisráðherra (sem ég bara skil ekki þar sem að forsetinn hefur ekkert ákvörðunarvald nema við undirritun laga og nýtir það vald aldrei (aðeins einu sinni verið notað)) og kostar það þjóðina því tugi milljóna á ári eingöngu í launakostnað. Annað mál er að ferðalög forsetans eru alltaf á kostnað íslensku þjóðarinnar og greiðum við annan eins kostnað í ferðalög forsetans þar sem hann gefur viðtöl við erlenda fjölmiðla og þarf svo að leiðrétta allt sem hann segir eftir á.
Í þriðja lagi þá er eitt helsta starf Forsetans að halda stórar og miklar veislur og eyðir forsetaembættið tugum milljóna í veisluhald fyrir erlenda og innlenda gesti.
Auðvitað er eitthvað af þessum peningi ágætlega varið en núna er komið að miklum sparnaðartíma fyrir íslenska ríkið og þá verður að skera niður í öllum ónauðsynlegum útgjöldum.
Því er borðliggjandi að leggja niður ónauðsynleg embætti og Forsetaembættið er ónauðsynlegt og dýrt og getum við því sparað okkur mikinn pening með því að leggja þetta embætti niður. Þeim peningi er betur varið í heilbrigðiskerfinu eða í menntamálakerfinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 16:13
Af hverju vilja stjórnvöld ekki búa til ný störf á Íslandi?
Af hverju eru stjórnvöld að leggja sig svona rosalega fram við að stoppa öll möguleg atvinnutækifæri á Íslandi og af hverju eru þeir ekki að nýta fjárlagafrumvarpið og fjármuni sína til að dempa áhrif kreppunnar á Íslandi með því að auka útgjöld lítillega á réttum stöðum. Þeir geta aukið störf og ná þannig að draga úr atvinnuleysinu sem er að aukast á hverjum mánuði á Íslandi. Þetta er borðliggjandi dæmi að það borgar sig fyrir íslenska ríkið að búa til störf því að ef að þau verða ekki til þá þurfa þeir sjálfir að greiða atvinnuleysisbætur! Þetta er því ekki spurning um að auka mikil fjárútgjöld heldur bara tilfærsla á greiðslum en geta þó notað peninginn í að láta gera uppbyggilega hluti og ekki láta fólk sitja heima og safna atvinnuleysisbótum . Í staðinn þá fylgja þeir gallaðri efnahagsáætlun AGS og taka hagsmuni annarra þjóða fram yfir okkar.
Einnig, hvernig dettur þeim í hug eftir allt sem undan hefur farið að seinka Helguvíkur álverinu þrátt fyrir fyrri áheit í stöðuleikasáttmálanum að ekki gera neitt til að seinka þeim framkvæmdum sem myndi hjálpa einu versta stadda landshlutanum (a.m.k. í atvinnuleysi) að fá góð störf og auka útflutningstekjur íslendinga (við vitum að það vantar erlendan fjárhag inn í landið, það er staðreynd). Hún Svandís er búin að vera í felum síðan pabbi hennar kom með ómögulegan samning við Breta og Hollendinga og svo skríður hún úr felunum til að minnka atvinnutækifæri og hindra það að fá erlent fjármagn inní landið. Ég spyr bara, hvað er að!
Ég hélt að það væri ekki alveg hægt að trúa gamla orðspori vinstri stjórna um að allir eigi að hafa það jafn skítt frekar en að nokkrir hafi það mjög gott og hinir gott en það virðist því miður ætla að fara í þá áttina og meira að segja fólk sem er búið að bíða eftir vinstri stjórn í mörg ár er farið að lengja eftir nýrri stjórn og nýjum hugsunarhætti sem hjálpar fólkinu að vinna sig úr þessum vandræðum, ekki lengja í vandræðunum!
Því miður held ég að það eigi enn aftur við gamla slagorðið VANHÆF RÍKISSTJÓRN, NÝJA RÍKISSTJÓRN"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2009 | 17:19
Fyrsta færslan
Ætla að brjóta ísinn og skella inn fyrstu færslunni minni.
Mun fjalla um markaðs og stjórnunarmál á þessari síðu ásamt athugasemdum um þjóðmál og pólitík.
Vona að ég nái að skila af mér gæða efni og nái smá umræðu í gang!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)