Af hverju vilja stjórnvöld ekki búa til ný störf á Íslandi?

 

Af hverju eru stjórnvöld að leggja sig svona rosalega fram við að stoppa öll möguleg atvinnutækifæri á Íslandi og af hverju eru þeir ekki að nýta fjárlagafrumvarpið og fjármuni sína til að dempa áhrif kreppunnar á Íslandi með því að auka útgjöld  lítillega á réttum stöðum. Þeir geta aukið störf og ná þannig að draga úr atvinnuleysinu sem er að aukast á hverjum mánuði á Íslandi. Þetta er borðliggjandi dæmi að það borgar sig fyrir íslenska ríkið að búa til störf því að ef að þau verða ekki til þá þurfa þeir sjálfir að greiða atvinnuleysisbætur! Þetta er því ekki spurning um að auka mikil fjárútgjöld heldur bara tilfærsla á greiðslum en geta þó notað peninginn í að láta gera uppbyggilega hluti og ekki láta fólk sitja heima og safna atvinnuleysisbótum . Í staðinn þá fylgja þeir gallaðri efnahagsáætlun AGS og taka hagsmuni annarra þjóða fram yfir okkar.

Einnig, hvernig dettur þeim í hug eftir allt sem undan hefur farið að seinka Helguvíkur álverinu þrátt fyrir fyrri áheit í stöðuleikasáttmálanum að ekki gera neitt til að seinka þeim framkvæmdum sem myndi hjálpa einu versta stadda landshlutanum (a.m.k. í atvinnuleysi) að fá góð störf og auka útflutningstekjur íslendinga (við vitum að það vantar erlendan fjárhag inn í landið, það er staðreynd).  Hún Svandís er búin að vera í felum síðan pabbi hennar kom með ómögulegan samning við Breta og Hollendinga og svo skríður hún úr felunum til að minnka atvinnutækifæri og hindra það að fá erlent fjármagn inní landið. Ég spyr bara, hvað er að!

Ég hélt að það væri ekki alveg hægt að trúa gamla orðspori vinstri stjórna um að allir eigi að hafa það jafn skítt frekar en að nokkrir hafi það mjög gott og hinir gott en það virðist því miður ætla að fara í þá áttina og meira að segja fólk sem er búið að bíða eftir vinstri stjórn í mörg ár er farið að lengja eftir nýrri stjórn og nýjum hugsunarhætti sem hjálpar fólkinu að vinna sig úr þessum vandræðum, ekki lengja í vandræðunum!

Því miður held ég að það eigi enn aftur við gamla slagorðið „VANHÆF RÍKISSTJÓRN, NÝJA RÍKISSTJÓRN"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband