7.4.2010 | 11:54
Að missa sig yfir valdasýki
Eitthvað hefur hún Álfheiður misskilið starfslýsingu sínu. Það er ekki "EINVALDUR ALLRA HEILBRIGÐISMÁLA" heldur starfsmaður íslenskra þegna sem á að framfylgja lögum og reglum.
Hún hefur sýnt það í þessu máli (og öðrum) að hún er að missa sig af valdasýki og hefur lítinn áhuga á "litla fólkinu" s.s. unglæknum eða sjúkraliðum og núna missir hún sig yfir starfsmanni sem taldi sig vera fylgja réttum boðleiðum (og allt lítur út fyrir að hann gerði það) en hún er ósátt og vill áminna mann fyrir að vinna vinnuna sína vel og ekki eftir hennar einkasmekk.
Þetta væri fyndið ef að þetta væri ekki svona sorglegt að óhæfir ráðherrar nái að halda völdum.
Þessi ríkisstjórn þarf að fara og ekki seinna en núna! Ríkisstjórn sem tefli fram manneskjum eins og Álfheiði og Svandísi Svavars (svo ekki sé minnst á Jóhönnu Sigurðardóttir sem forsætisráðherra) er algerlega vanhæf og það er sorglegt að stjórnarflokkarnir hafi ekki hæfari manneskjur innan sinna vébanda.
Vanhæf ríkisstjórn, nýja ríkisstjórn!
Bréf byggt á misskilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísland er land þitt.
Magnús Þór (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 11:58
HEYR HEYR
jon (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 12:19
Sammála, manneskjan er stórklikkuð.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 12:19
Heilbrigðisráðherra hefur þarna einfaldlega fundið hvar garðurinn er lægstur til að ráðast á eftirhreyturnar af verkum forvera hennar, vonda Sjálfstæðismannsins.
Kjósendur Álfheiðar hljóta að vera ánægðir núna!
Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2010 kl. 12:33
Stefán. Sammála þer í öllum atriðum málsins
Tómas H Sveinsson, 7.4.2010 kl. 12:34
Algjörlega sammála í öllum atriðum.
Magnús Óskar Ingvarsson, 7.4.2010 kl. 12:58
Þetta er nú einhver alleiðinlegasti stjórnmálamaður sem ég hef fylgst með síðustu 50. árin,
út úr ráðuneytinu með kellinguna.
Ægir (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:04
Ísland mun ekki rísa upp úr kreppunni fyrr en þessa gjörsamlega vanhæfa ríkisstjórn fer frá völdum.
Friðfinnur R. Óskarsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:13
Allir að mæta niður í heilbrigðisráðuneytti í dag klukkan 1500 og krefjast þess að hún segi af sér strax
jon (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:27
"Fyrst á réttunni, svo á röngunni"
Að sjálfsögðu átti málið að fara í gegnum Vanheiði svo að hægt væri að þaga það í hel...
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:54
Skil nú ekki lætin útaf þessu,hún er einfaldlega að barasta vinna vinnuna sína.
Númi (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.