Stjórnin stjórnar með hótunum og afarkostum!

Af hverju telur stjórnin svona mikilvægt að stilla Icesave upp sem "samþykkið eða við förum"? Jóhanna er búin að hóta þessu svo lengi að ég hélt að þessi stjórn væri löngu farin ef að þau ætluðu að standa við þetta.

Mér þykir þetta bara lélegir stjórnunarhættir að setja svona mál upp sem afarkosti og hótanir. Þau hótuðu Ögmundi og Lilju Móses að þau myndu sprengja stjórnina ef að þau fylgdu ekki en það hefur ekki gengið eftir.

Hverju ætla þau að hóta næst?

 


mbl.is Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þetta ekki bara "umræðustjórnmál" ?

Nei.. Ríkisstjórnin verður að draga þessi lög til baka, annars er verið að kjósa um eitthvað allt annað en lögin sjálf

stebbi (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 10:43

2 identicon

Eftir að ESB umsóknin var send þá hefur Samfylkingin engin markmið lengur

og það væri því gott að losna við hana úr ríkisstjórn

Grímur (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 10:44

3 Smámynd: JRJ

Það sést vel núna þegar á móti blæs úr hverju stjórnarliðar eru byggðir,sumir eru fýlupúkar og aðrir eru Valda Glaðir (vg),ef þeir halda að hótanir dugi til að stjórna þá eru þeir á villigötum,þessari þjóð verður ekki stjórnað með hótunum hvorki frá stjórnvöldum hér né annars staðar.

JRJ, 6.1.2010 kl. 10:46

4 identicon

Það er akkúrat ekkert sem segir að forsetinn eigi að segja af sér ef svo ólíklega vill til að þjóðin stafesti þessi seinni Icesave lög. Hann var einungis að færa þjóðinni það vald sem þjóðin krafðist, og að halda því fram að honum beri að segja af sér lýsir best hverslags stormur geisar í höfðinu á Þórunni.

Þessi ríkisstjórn - og Samfylkingarhluti hennar sérstaklega - er orðin eins og óboðinn og þaulsetinn gestur sem áttar sig ekki á því að dauðþreyttur gestgjafinn óskar sér þess einskis heitar en að gesturinn fari nú að tygja sig.

Hún áttar sig ekki á því að eftir eins árs setu hefur henni tekist að tæta þjóðina enn meira í sundur en orðið var, sá fræjum reiði og sundurlyndis.

Í lokin vil ég minna á að Samfylkingin er sá eini af "hrunflokkunum" sem hefur ekki sýnt minnstu tilburði í þá átt að gera upp fortíðina eða hreinsa til í sínum röðum. Þursar eins og Þórunn eru ákaflega gott dæmi um "clueless" stjórnmálamenn sem þekkja ekki sinn vitjunartíma.

Birgir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband